fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílvinnsla hafin í Neskaupstað

1. ágúst 2018 kl. 14:56

Starfsfólk Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í makríltörn. MYND/Síldarvinnslan

Beitir NK kom inn til löndunar í morgun og Börkur NK var næstur í röðinni. Síldarvinnslan gefur starfsfólki síðan frí um verslunarmannahelgina.

„Vinnsla á makríl hófst í fiskiðjuverinu í morgun þegar Beitir NK kom inn til löndunar,“ segir í frétt Síldarvinnslunnar á Neskaupstað.

„Beitir hóf veiðar vestur af Vestmannaeyjum en endaði veiðiferðina austur á Papagrunni. Samkvæmt Árna Frey verkstjóra í fiskiðjuverinu gengur þokkalega að snúa verksmiðjunni í gang og að makríllinn liti vel út. Starfsmenn séu mjög glaðir með að vertíðin sé hafin.“

Greint er frá því að á eftir Beiti komi Börkur NK inn til löndunar. Eftir að vinnslu á afla Barkar lýkur verði starfsfólki gefið frí yfir verslunarmannahelgina.