fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Markíldeilan: Viðbrögð Norðmanna brot á alþjóðasamningum

25. mars 2009 kl. 09:06

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, vill að íslensk stjórnvöld bregðist við orðum norska sjávarútvegsráðherrans um makrílveiðar Íslendinga. Hann segir það háalvarlegt mál að norskir ráðamenn hvetji til þess að íslenskar vörur séu sniðgengnar.

Norski sjávarútvegsráðherrann, Helga Pedersen, hefur hvatt kaupendur þar í landi að sniðganga íslenskt fiskimjöl úr makríl vegna veiða Íslendinga á makríl. Friðrik segir afurðirnar teknar úr stofni sem veiddur sé á löglegan hátt. Sé rétt að norsk stjórnvöld hvetji til þess að íslenskar afurðir séu sniðgengnar séu Norðmenn með því að brjóta ýmsa alþjóðasamninga.

RÚV skýrði frá þessu.