föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

McDonald's hættir að nota rússneskan ufsa

2. desember 2008 kl. 17:34

Skyndibitakeðjan McDonald’s hefur tilkynnt að hún muni eftirleiðis ekki nota rússneskan alaskaufsa í fiskborgara sína.

Ástæðan er sögð vera sú að Rússar stundi ekki sjálfbærar veiðar.

Þetta er gert þrátt fyrir að Rússar hafi óskað eftir vottun veiðanna frá vottunaraðilanum Marine Stewardship Council (MSC) en slíkt ferli tekur þrjú til fjögur ár. Þess má geta að sá alaskaufsi sem Bandaríkjamenn veiða er vottaður af MSC.

Í skýrslu um ábyrga stefnu McDonald’s er tekið fram að búðir í Japan og Tailandi hafi ráðlagt birgjum sínum árið 2007 að hætta að kaupa rússneskan alaskaufsa í fiskborgarana vegna þess að Rússar hefðu ekki gert ráðstafanir sem miðuðu að sjálfbærum veiðum.

Þá hafa birgjar búðanna í Kína einnig hætt kaupum af sömu ástæðu á þessu ári þannig að enginn rússneskum alaskaufsi er lengur notaður hjá McDonald’s, að því er fram kemur á alþjóðlega sjávarútvegsvefnum IntraFish.

Þetta er enn eitt dæmið um þá afstöðu sem stórkaupendur að fiski eru farnir að taka vegna þrýsting frá umhverfissinnum.