mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

McDonald?s notar ýsu í stað alaska-ufsa

23. nóvember 2009 kl. 12:25

Skyndibitakeðjan McDonald’s hefur notað ýsu í ríkum mæli í stað alaska-ufsa í fiskborgara sína í Evrópu á þessu ári vegna samdráttar í ufsaveiðum í Kyrrahafi á sama tíma og ýsukvóti í N-Atlantshafi hefur verið aukinn.

McDonald’s mun nota 6.750 tonn af fiskblokk í fiskborgarana sem seldir eru í Evópu á þessu ári, þar af verður þriðjungurinn þorskur, annar þriðjungur ýsa, fjórðungur hokinhali og afgangurinn alaska-ufsi. Ýsa hefur ekki verið hefðbundinn fiskur í fiskborgara McDonald’s.

Kvóti alaska-ufsa á þessu ári er 815.000 tonn sem er 19% skerðing frá fyrra ári. Ýsukvótinn í Barentshafi hefur hins vegar verið aukinn úr 194.000 tonnum í fyrra í 243.000 tonn í ár.