föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikil verðhækkun á eldislaxi

26. október 2009 kl. 15:13

Verð á eldislaxi hefur hækka á ný eftir nokkra lækkun undanfarnar vikur að því er fram kemur á vef IntraFish.

Í síðustu viku lækkaði verðið niður í 22-23 krónur norskar á kíló, eða 460-480 krónur íslenskar.

Framleiðendur í Noregi drógu þá úr slátrun og margir völdu þá leið að frysta meira af laxi. Þetta leiddi til þess að verð hækkaði. Því er spáð að verðið verði um 26 krónur norskar á kíló í næstu viku fyrir lax sem er 3 kíló eða þyngri (tæpar 550 kr. ísl. á kíló).