föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Miklar áhyggjur af síldarstofninum til langframa

4. desember 2008 kl. 12:36

„Síldin var demanturinn í sjávarútveginum núna. Við sáum fram á bestu síldarvertíð um langa hríð enda stofninn mjög sterkur. Þetta er því hrikalegt áfall, ekki bara á þessu ári heldur enn frekar í næstu framtíð,” sagði Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Fiskifréttir í dag um afleiðingarnar af sýkingu síldarstofnsins.

„Menn hafa miklar áhyggjur af síldarstofninum til langframa. Ef einn þriðji af stofninum er sýktur, eins og áætlað hefur verið, er það álíka stór hluti og leyft hefur verið að veiða ár hvert samkvæmt núverandi nýtingarstefnu. Sýkingin dregur síldina til dauða. Áfallið verður því ennþá meira á næsta ári eða næstu árum ef fram heldur sem horfir. Því miður er sýkingin ekki einskorðuð við fullorðna síld. Hún hefur fundist í smásíld til dæmis við Vestmannaeyjar og nú hefur verið staðfest að smásíld norður í Steingrímsfirði er einnig sýkt, þannig að sýkingin er úti um allt,” sagði Friðrik.

Sjá nánar um málið í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.