sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

,,Miklu meiri þorskgengd en undanfarin ár?

13. mars 2008 kl. 18:32

,,Hér er miklu meiri þorskgengd en undanfarin ár og fiskurinn óvenju vænn. Hvar sem farið er um grunnslóð er bullandi veiði. Það skýtur því skökku við að á sama tíma þurfum við að þola mikla skerðingu í þorski,“ sagði Karl Ólafsson, skipstjóri á dragnótabátnum Erni KE, í samtali við Fiskifréttir í dag.

Karl sagði að þeir hefðu verið að veiðum úti af Reykjanesi undanfarið og fengið um 18-22 tonn af þorski og ýsu í róðri og hefði ekki verið mikið fyrir því haft.

,,Mikill tími fer í siglingar til reyna að finna svæði þar sem minna er af þorski þótt kvótastaða okkar sé þokkaleg. Grindavíkurbátarnir voru að draga upp netin í gær og fengu 10 tonn af þorski í trossu og fleiri dæmi má nefna um góðan afla. Hér er líka góð ýsuveiði en vandinn er sá að margir bátarnir eru kvótalitlir í þorski. Bátar, sem eru að reyna að ná sem mestri ýsu, eru því á endalausum flótta undan þorskinum. Þessi mikla þorskveiði er ekki einskorðuð við miðin hér fyrir sunnan. Sömu sögu er að segja í Breiðafirði og víða við landið.

Þorskurinn er mun stærri og í betri holdum en oft áður enda er hann fullur af loðnu. Hann hefur einnig haft nóga síldina að éta í vetur. Þá er mikil dreifing í stærð sem bendir til að um marga árganga sé að ræða í veiðinni. Fregnir hafa borist um það að mikil og góð þorskveiði hafi jafnframt verið í togararallinu sem nú stendur yfir en það hefur ekki fengist staðfest. Þegar meiri loðna mældist á dögunum var loðnukvótinn strax aukinn. Ef meira finnst af þorski en áður er auðvitað sjálfsagt að auka við þorskkvótann þegar í stað þannig að við sem veiðum þorsk sitjum við sama borð og loðnusjómenn,“ sagði Karl.