mánudagur, 18. febrúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Minna af makríl fyrir sunnan land

21. júlí 2016 kl. 09:00

Makrílrannsóknir um borð í Árna Friðrikssyni. (Mynd: Guðmundur Bjarnason).

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson kannar um þessar mundir útbreiðslu makríls við Ísland.

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur mælt töluvert minna af makríl fyrir sunnan Ísland en í fyrra í árlegum makrílleiðangri sem nú stendur yfir. Guðmundur J. Óskarsson fiskifræðingur og leiðangursstjóri segir í samtali við Fiskifréttir að þéttleikinn sé minni og dreifingin nái ekki nærri eins langt út suður af landinu og á síðasta sumri. Makríllinn hafi að þessu sinni fyrst og fremst fundist í kantinum fyrir sunnan og suðaustan og ekki mjög djúpt. 

Guðmundur tekur þó fram að árið í fyrra hafi verið dálítið óvenjulegt og ástandið núna virðist vera mun líkara því sem var á árunum 2012-2014. Rannsóknaskipið á eftir að fara yfir hafsvæðið vestur af landinu og í Grænlandssundi. Í fyrra var minna af makríl fyrir vestan Ísland en árin á undan og það á eftir að koma í ljós hvort vera kunni að makríllinn hafi skilað sér í meira mæli vestur fyrir land að þessu sinni. 

Nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í morgun.