föstudagur, 26. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mokafli: Landað tvisvar sama daginn

27. mars 2009 kl. 11:30

Vetrarvertíðin sunnan- og vestanlands stendur nú sem hæst og segja sjómenn að þorskgegnd hafi ekki verið meiri um árabil. Mokveiði er í net og hafa sumir minni netabátar komið komið inn til löndunar tvisvar á dag, svo mikill er aflinn.

,,Við erum með fimm trossur í sjó og eftir að hafa dregið tvær þeirra í morgun fórum við inn og lönduðum ellefu tonnum. Fórum svo út aftur til að vitja um restina. Mér sýnist að með sama áframhaldi geti dagsaflinn orðið 25 tonn í fimm trossur. Það er nú með því meira hjá okkur,” sagði Pétur Pétursson skipstjóri og útgerðarmaður Bárðar SH í samtali við Fiskifréttir fyrr í vikunni, en Bárður SH er 20 brl. bátur.

,,Menn sem eru búnir að vera 40-50 ár til sjós eru sammála um að það hafi aldrei verið eins mikill þorskur á ferðinni og nú,” bætir hann við.

Nánar er fjallað um vertíðina í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.