miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mokveiði í upphafi vertíðar

3. apríl 2008 kl. 08:10

Humarvertíðin er hafin og lofar byrjunin mjög góðu. Fyrstu bátarnir héldu út strax eftir páska og hefur aflinn verið afbragðsgóður suðaustanlands, nánar tiltekið í Hornafjarðardýpi. Enn sem komið er hafa aðeins fjórir bátar hafið veiðar, allir frá Þorlákshöfn. Að sögn skipstjórans á Fróða ÁR hefur aflinn eftir fjögurra klukkustunda hal farið upp í 500 kíló miðað við slitinn humar sem þykir afar gott.

Nánar er fjallað um Fiskifréttum í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér.