fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nánast samfelldar brælur í tvær vikur

11. mars 2019 kl. 10:00

Mynd/Smári Geirsson

Blængur landaði í Neskaupstað eftir 24 daga veiðiferð - aflinn var 536 tonn upp úr sjó.

Frystitogarinn Blængur NK landaði í Neskaupstað að lokinni 24 daga veiðiferð fyrir helgi. Aflinn var 536 tonn upp úr sjó að verðmæti 160 milljónir króna. 

Í viðtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar segir Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri að aflinn sé mjög blandaður en þó mest af karfa. 

„Við byrjuðum veiðiferðina fyrir suðaustan land en héldum síðan á Vestfjarðamið þar sem við vorum lengst af. Síðustu vikuna vorum við þó á Melsekk og Selvogsbanka í leit að karfa. Fyrsta hálfa mánuðinn voru nánast samfelldar brælur en síðasta vikan var aftur á móti góð veðurfarslega. Það hefur gengið vel að vinna fiskinn um borð og ekki undan neinu að kvarta hvað það varðar,“ segir Bjarni Ólafur. 

Blængur hélt aftur til veiða í gærkvöldi.