mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Netaþorskurinn lækkar um 23%

26. mars 2009 kl. 10:20

Mokveiði er víða við land en verð á þorski hefur lækkað umtalsvert á fiskmörkuðum. Þetta á einkum við um netafiskinn sem hefur lækkað um 23% frá því á sama tíma í fyrra, að því er Gunnar Bergmann Traustason, sölustjóri hjá Fiskmarkaði Íslands í Breiðafirði, segir í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Netafiskurinn, þorskur á bilinu 4 til 7 kíló að þyngd, hefur lækkað vegna erfiðleika á saltfiskmörkuðum. Einnig hefur framboð aukist en mun meira hefur verið landað af netaþorski á Snæfellsnesi í mars í ár en í mars í fyrra. Gunnar sagði að meðalverð á þorski af þessari stærð væri 188 krónur á kíló nú í mars en hefði verið 245 krónur á kíló á sama tíma í fyrra.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.