mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Neytendur borga ekki meira fyrir umhverfisvottaðan fisk

15. mars 2009 kl. 09:02

Neytendur vilja að fiskurinn sem þeir kaupa sé úr stofnum sem nýttir séu á sjálfbæran hátt, en þeir hafa ekki áhuga á nákvæmri útlistun á því og vilja ekki borga meira fyrir slíka vöru.

Þetta er álit fulltrúa stærstu verslunarkeðjanna sem selja fisk, að því er fram kom á ráðstefnunni North Atlantic Seafood Conference í Osló í síðustu viku og greint er frá á sjávarútvegsvefnum IntraFish.

,,Sjávarútvegurinn viðurkennir að stefna beri að sjálfbærni í veiðum til lengri tíma þótt það leiði til aukins kostnaðar, en neytendur munu ekki borga meira fyrir ,,græna” vöru,” sagði Andrew Mallison talsmaður Marks & Spencer verslunarkeðjunnar á ráðstefnunni.

Fram kom sú skoðun, að krafa neytenda verði sú að framleiðendur og verslanir sjái til þess fyrir þeirra hönd að vörurnar séu ,,í lagi” að þessu leyti og að innan fárra ára muni verslanir ekki hafa neitt annan valkost, vilji þær vera áfram í þessum viðskiptum.