sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Níu skipapör á tvíburatrolli fyrir austan land

10. júlí 2008 kl. 12:54

Íslenski uppsjávarveiðiflotinn er nú fyrir austan land á höttunum eftir síld en þó ekki síður makríl sem blandast hefur síldaraflanum og er utan kvóta. Blöndunin hefur verið mismunandi mikil en úr sumum togunum hefur komið nánast hreinn makrílafli.

Nær öll skipin eru á svokölluðum tvíburatrollsveiðum þar sem tvö skip draga eitt troll sameiginlega. Allt að níu slík skipapör hafa verið að veiðum þar eystra að undanförnu, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag.

Þetta er annað sumarið í röð sem makríllinn lætur sjá sig í ríkum mæli innan íslenskrar lögsögu og er hlýnandi sjávarhiti talinn valda því að fiskurinn sækir meira norður og vestur á bóginn en áður.

Vonir eru bundnar við að makríllinn geti orðið góð viðbót við annan afla á komandi árum, en í fyrra veiddu íslensk skip tæplega 37 þúsund tonn af þessum fiski að verðmæti 1,2 milljarðar króna.

Þá fór makrílaflinn að heita má allur í bræðslu en nú er hafi vinnsla og frysting á honum um borð í vinnsluskipum samhliða bræðsluveiðunum. Fundist hefur góður markaður í Austur-Evrópu fyrir hausskorinn og slógdreginn makríl frystan um borð í veiðiskipum.

 Nánar er fjallað um makrílveiðarnar í Fiskifréttum í dag.