föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur: Áhyggjum lýst yfir hugmyndum um olíuleit á Drekasvæðinu

22. júlí 2009 kl. 15:04

Noregur þarf að kortleggja hafsbotninn við Jan Maeyn til að gæta hagsmuna sinna gagnvart hugsanlegri olíuvinnslu norðaustur af Íslandi, segir Hans Henrik Ramm, fyrrum ráðherra í norsku ríkisstjórninni og núverandi sérfræðingur í olíumálum.

Þessar upplýsingar koma fram í Fiskeribladet/Fiskaren. Þar segir að í samningum frá árinu 1981 hafi Jan Mayen-hryggnum verið skipt á milli Noregs og Íslands. Ísland hafi nú heimilað leit að olíu og gasi á sínum hluta þessa svæðis. Þetta gæti valdið vandræðum ef Norðmenn kortleggi ekki sinn hluta af hafsbotninum við Jan Mayen að mati Ramm

- Ef við hefjum ekki rannsóknir og áform Íslendinga verða að veruleika gæti verið hægt að þurrka upp auðlindina þeim megin frá, segir Ramm.