sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur: Nýjum sjávarútvegsráðherra vel tekið

21. október 2009 kl. 16:09

-- sögð hafa efnast á laxeldi og eigi 50 milljónir norskra króna

Lisbeth Berg-Hansen, nýjum sjávarútvegsráðherra Noregs, hefur verið vel tekið. Hún er stjórnmálamaður sem tekið hefur virkan þátt í fiskiðnaði og því er líka slegið upp í norskum fjölmiðlum að hún sé forrík og tekjuhæsti ráðherrann í norsku ríkisstjórninni.

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í síðustu viku að Lisbeth Berg-Hansen yrði nýr sjávarútvegsráðherra Noregs og tekur hún við af Helgu Pedersen. Stoltenberg segir að Lisbeth Berg-Hansen sé öllum hnútum kunnug í stjórnmálum og sjávarútvegi. Hún sé fulltrúi strandbyggða í Noregi og á tímum efnahagsþrenginga sé mikilvægt að vernda störf í sjávarbyggðum.

Í norskum fjölmiðlum má sjá að útnefning Lisbeth Berg-Hansen hefur mælst vel fyrir hjá forsvarsmönnum í sjávarútvegi enda kemur hún úr þeirra röðum. Hún er 46 ára að aldri og hefur m.a. verið stjórnarmaður í Aker Seafoods ASA, stærsta útgerðarfyrirtæki Noregs. Hún er einnig meðeigandi og stjórnarmaður í laxeldisfyrirtækinu Sinkaberg-Hansen AS. Á árunum 2000-2008 var hún varaformaður í samtökum norskra vinnuveitenda.

Skattskráin var nýlega birt í Noregi og fjölmiðlar rýna nú í tekjur ráðherra. Þar kemur í ljós að Lisbeth Berg-Hansen greiðir mestan skatt allra ráðherra í norsku ríkisstjórninni. Finansavisen í Noregi slær því svo upp með stríðsletri á forsíðu að Lisbeth Berg-Hansen sé forrík, hafi efnast á laxeldi og eigi litlar 50 milljónir norskra króna, rúman milljarð íslenskra króna.