mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur: Sjávarútvegur skapar tæp 42 þúsund ársstörf

11. júlí 2009 kl. 10:05

Árið 2007 skapaði norskur sjávarútvegur 41.600 ársstörf ef talin eru með störf í fyrirtækjum sem hafa orðið til í kringum sjávarútveginn. Þetta kemur fram í frétt á IntraFish. Þar segir ennfremur að fyrir hver 100 störf í sjávarútvegi verði til 44 störf í öðrum greinum.

Vitnað er í skýrslu sérfræðinga sem hafa kannað áhrif þýðingu sjávarútvegsins á árunum 2004-2007. Einkum er þó litið á árið 2007. Norskur sjávarútvegur skilaði um 39 milljörðum norskra króna (780 milljörðum ísl. kr.) til landsframleiðslunnar.

Um 23.400 ársverk eru unnin beint í norskum sjávarútvegi, þ.e. við veiðar, fiskeldi, fiskvinnsla o.s.frv. Um 18.200 ársverk voru unnin í afleiddum greinum