sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur: Þýskir frístundaveiðimenn reyna að smygla fiski úr landi

10. júní 2009 kl. 15:18

Þýskir ferðamenn voru staðnir að því í Noregi að reyna að flytja ólöglega út fisk, aðallega þorsk, sem þeir höfðu veitt sem frístundaveiðimenn. Nemur verðmæti fisksins rúmum tveim milljónum íslenskra króna.

Ellefu kassar af fiskflökum fundust fyrir tilviljun í frystigeymslu á Skáni. Reyndust þeir vera í eigu þýskra ferðamanna sem höfðu fullunnið um 246 kíló af flökum og fiskbitum og pakkað þeim snyrtilega inn. Þetta er þrefalt meira magn en heimilt er að taka með sér úr landi. Verðmæti þessa fisk er talinn vera alls 100 þúsund norskar krónur miðað við verð út úr búð í Þýskalandi.

Frístundaveiðar ferðamanna eru stór atvinnugrein í Noregi. Norskir sjómenn og útgerðarmenn hafa hins vegar horn í síðu þessarar greinar ferðamennsku. Þeir hafa miklar áhyggjur af því að frístundaveiðimenn veiði of mikið og að það komi niður á atvinnuveiðum.

Fiskveiðieftirlitsmenn í Noregi kvarta yfir því að reglur um þessar veiðar séu mjög óljósar. Þeir segja að lagaleg úrræði skorti til að hemja hve mikinn fisk ferðamenn dragi úr sjó. Það eina sem hægt sé að hafa stjórn á sé hvaða veiðarfæri er notað og hve mikið er flutt úr.

Í þessu tilviki hafði hver ferðamaður ætlað að taka með sér um 45 kíló af flökum. Reglur kveða hins vegar á um að þeir megi aðeins hafa um 15 kíló af fiski með sér heim.

Heimild: Fiskeribladet/Fiskaren