mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn næststærstu fiskútflytjendur heims

29. mars 2009 kl. 09:02

Útflutningur á sjávarafurðum frá Noregi nam á síðasta ári liðlega 39 milljörðum norskra króna, jafngildi 700 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi. Aðeins Kínverjar eru stærri útflytjendur sjávarfangs en þeir fluttu út fyrir um eitt þúsund milljarða ísl. kr. í fyrra.

Um helmingur útflutnings Norðmanna var eldisfiskur en hinn helmingurinn villtur fiskur úr sjó. Síld vó þyngst í sjávarfiskinum en útflutningsverðmæti hennar námu 3,8 milljörðum NOK (68 milljarðar ISK). Þar á eftir kom makríll fyrir 2,3 milljarða NOK (41 milljarð ISK) og ufsi gaf 2 milljarða NOK í útflutningstekjur (36 milljarða ISK).

Þess má geta til samanburðar að útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða á síðasta ári nam 171 milljarði króna á verðlagi þess árs.