föstudagur, 26. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norsk-íslensk síld: Kvóti Íslendinga 220 þús. tonn

28. mars 2008 kl. 12:07

Ákveðið hefur verið aflamark íslenskra skipa í norsk-íslenskri síld á árinu 2008.

Alls er þeim heimilt að veiða 220.262 lestir á árinu, þar af er leyfilegt að veiða 40.986 lestir í norskri lögsögu norðan 62°N og utan 12 sjómílna landhelginnar.

Fiskistofa mun fljótlega úthluta aflamarki til einstakra skipa. Eftirstöðvar kvótans frá síðasta ári námu 10 þús. tonnum og flytjast þau yfir á þetta ár.