miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norsk-íslensk síld: Mesti afli í rúm 40 ár

18. janúar 2010 kl. 13:53

Á síðasta ári veiddu íslensk skip 265.000 tonn úr norsk-íslenska stofninum og er þetta mesti afli úr norsk-íslenska stofninum síðan seint á síldarárunum miklu á 7. áratug síðustu aldar.

Megnið af síldinni veiddist í íslenskri lögsögu en alls veiddu íslensk skip 36.000 tonn í norskri lögsögu. Íslenskum skipum var úthlutað fyrir árið 2009 alls 44.362 tonn í norskri lögsögu og nýttu því rúm 81% af aflaheimildum þar.

Nánari upplýsingar eru á vef Fiskistofu, HÉR.