mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norska skreiðin: Stefnir í fjárhagslegt stórslys

18. maí 2009 kl. 15:00

Þrátt fyrir að útflutningur á skreið frá Noregi hafi aukist um 60% það sem af er þessu ári er því spáð að afkoma greinarinnar í ár geti orðið fjárhagslegt stórslys, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.

Norska skreiðin selst vel og innan greinarinnar tala menn um að auðveldlega sé hægt að slá öll sölumet hvað magn varðar. En menn sjá líka fram á að slá öll met hvað taprekstur varðar. Í apríl fengust ekki nema tæpar 130 norskar krónur fyrir kílóið af skreið (2.470 krónur íslenskar) sem er 40-50 krónum lægra verð en fékkst fyrir ári síðan.

Í Lófóten og Vesturáli hefur verið hengt upp miklu meira af þorski í ár en fyrri ár. Talað er um að þar geti framleiðsla skreiðar numið um 3.300 tonnum sem er umtalsverð aukning. Auk þess er talið að mikið af framleiðslu fyrri ára sé til óselt í birgðageymslum. Samtals sé því framboðið í ár um 5 þúsund tonn.