fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norskar selveiðar að leggjast af?

11. október 2016 kl. 08:00

Selveiðimenn á Havsel

Aðeins einn selfangari fór til veiða í ár.

Saga norskra selveiða í norðurhöfum kann brátt að heyra sögunni til. Aðeins einn bátur, Havsel, fór til veiða í ár og athafnaði sig í Vesturísnum, en það er svæðið langt norður af Íslandi milli Jan Mayen og Austur-Grænlands. 

Norsk stjórnvöld hafa veitt styrki til selveiða mörg undanfarin ár en það hefur ekki dugað til og bátunum hefur farið sífellt fækkandi. Í ár nam styrkurinn tveimur milljónum norskra króna, jafnvirði 28 milljóna íslenskra og runnu þrír fjórðu styrksins til útgerðarinnar en afgangurinn til framleiðanda afurðanna í landi. 

Í frumvarpi til fjárlaga næsta árs er enginn styrkur til selveiða en sjávarútvegsráðherrann hefur upplýst að búast megi við styrkveitingu ef einhver vill halda til selveiða. Útgerðarmaður Havsel segist í samtali við Fiskeribladet/Fiskaren ekki hafa gert það upp við sig hvort hann haldi veiðunum áfram á komandi ári. Fram kemur í máli hans að dregið hafi úr afla þar norður frá vegna hlýnunar sjávar og bráðnunar íssins á veiðislóðinni.