föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norskt línuveiðiskip staðið að meintum ólöglegum veiðum undan Suðausturlandi

28. apríl 2008 kl. 23:03

Í eftirlitsflugi í gærkvöldi stóð þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, norska línuveiðiskipið Gayser Senior að meintum ólöglegum veiðum inni á lokuðu svæði í Skaftárdjúpi undan Suðausturlandi.  

  Svæðið er lokað með reglugerð um friðun hrygningarþorsks og skarkola á vetrarvertíð og hefur verið lokað á þessum tíma undanfarin ár.  Stýrimaður þyrlunnar seig um borð í skipið og rannsakaði meint brot, fór yfir afladagbækur og önnur skipsskjöl.  Að þeirri athugun lokinni var ákveðið að vísa skipinu til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem mál hans verður tekið til nánari rannsóknar af lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum.