föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nú eru sóknarfæri í landvinnslu

15. maí 2009 kl. 12:00

segir Svavar Svavarsson markaðsstjóri HB Granda

Með lækkun á gengi íslensku krónunnar hafa skapast möguleika til þess að vinna fiskinn meira hér innanlands en áður og þróa nýjar vörutegundir að því er Svavar Svavarsson markaðsstjóri HB Granda segir í viðtali í nýjustu Fiskifréttum. Landvinnslan er nú að ná vopnum sínum á ný.

,,Rekstrarumhverfi landvinnslunnar hefur gjörbreyst til batnaðar og þá skapast möguleikar til þess að vinna fiskinn meira hér heima með aukna verðmætasköpun að leiðarljósi,” segir Svavar.

HB Grandi hefur unnið allan ísaðan karfa af skipum sínum í landi, samtals um 10.000 tonn á ári, og segir Svavar að forsenda þess hafi verið sú að fyrirtækið hafi ráðist í mikla tæknivæðingu á liðnum árum.

Sjá viðtalið í heild í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.