föstudagur, 22. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný Helga RE sjósett

3. apríl 2008 kl. 12:31

Nýtt skip fyrir Ingimund hf. í Reykjavík var sjósett í Ching Fu skipasmíðastöðinni á Tævan í gær. Það mun fá nafnið Helga RE og koma í stað skips með sama nafni sem útgerðin seldi til Skinneyjar-Þinganess árið 2005 og heitir nú Steinunn SF.

Að sögn Ármanns Friðriks Ármannssonar, nýs framkvæmdastjóra Ingimundar hf. sem viðstaddur var sjósetninguna, er hér um að ræða mjög hliðstætt skip að stærð og gerð og gamla Helgan var, bara betrumbætt.

Skipið er m.a. búið rafmagnsvindum frá Naust Marine og verður knúið nýjustu gerð af MAK vél. Það er tæplega 29 metra langt og liðlega 9 metra breitt með aflvísi undir 1600 sem gerir því mögulegt að veiða upp að þremur mílum frá landi.

Áætlað er að skipið verði afhent síðsumars.