miðvikudagur, 20. mars 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný lína fiskiskipa

Guðjón Guðmundsson
18. nóvember 2018 kl. 13:00

EcoFive frá Ulstein.

EcoFive verkefnið í Noregi

EcoFive verkefnið

Ný lína fiskiskipa

 

Norska skipahönnunar- og skipasmíðafyrirtækið Ulstein hefur kynnt nýja línu skipa sem á að stuðla að hámarks sjálfbærni í fiskveiðum. Markmiðið með skipunum er að stuðla að betri meðhöndlun afla úti á sjó samfara minni orkunotkun með nýjum umhverfisvænum lausnum. Verkefnið kallast EcoFive og hefur verið unnið í nánu samstarfi við Nordic Wildfish, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Noregs.

Hönnun skipsins byggir á umfangsmiklum rannsóknum og er sögð grunnurinn að umtalsvert betri virkni skipsins við veiðar. Meðal nýjunga er stefnið sem kallast X-Bow og er frávik frá hefðbundinni skipahönnun.

Ulstein segir að X-Bow stefnið sé lykillinn að betri aðbúnaði áhafnar, meira lestarrými og meira vinnslurými. Vinnslusvæðið verður á tveimur þilförum en íbúðir áhafnar verða fyrir miðju skipi. X-BOW leiðir til betri nýtingar á fremri hluta skipsins auk þess sem lögun þess dregur út titringi og höggum sem aftur bætir vinnuskilyrði um borð.

Nýjustu tækni er beitt til að draga úr umhverfisáhrifum skipanna. Skilvirk tvinnaflrás rafgeyma og dísilvélar sér um að knýja skipið. Þetta dregur úr orkunotkun  og hávaða við veiðar, að því er fram kemur á heimasíðu Ulstein.