föstudagur, 22. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný rannsókn á 35 ára gömlu sjóslysi

24. október 2009 kl. 15:00

Í Skotlandi er hafin ný rannsókn á því hvers vegna skoski togarinn Trident sökk fyrir 35 árum úti fyrir norðausturströnd landsins. Sjö menn voru um borð og drukknuðu þeir allir.

Trident fórst í bálhvössu veðri í október 1974 og var þetta eitt mannskæðasta sjóslys við Skotlandsstrendur til margra ára. Skipið var á leið til heimahafnar í Peterhead þegar það hvarf sporlaust án þess að láta til sín heyra og sást ekki á ný fyrr en árið 2002 þegar kafarar fundu það.

Niðurstaða rannsóknar á slysinu á þeim tíma varð sú að skipið hefði fengið á sig brotsjó og sokkið af þeim sökum. Ættingjar hinna látnu héldu því hins vegar fram að galli á skipinu fremur en slæmt veður hefði orsakað slysið. Þeir sögðu ástæðu til að ætla að stöðugleika Trident  hefði verið ábótavant og vísuðu til þess að systurskip þess, Silver Lining, hefði ekki staðist stöðugleikapróf og orðið að undirgangast lagfæringar.

Breska sjóslysarannsóknastofnunin, Marine Accident Investigation Brand, hefur nú hafið nýja rannsókn á slysinu og er talið líklegt að hún muni kosta allt að 3 milljónum sterlingspunda eða jafnvirði 750 milljóna íslenskra króna, að því er fram kemur í frétt á sjávarútvegsvefnum FishUpdate.com.