mánudagur, 25. mars 2019
 

Breskir sjómenn sakaðir um stórfellt brottkast

Enginn undirmálsfiskur reyndist í aflanum. Talið að um 7.500 tonnum af smáþorski hafi verið hent í sjóinn við veiðar í Norðursjó á síðasta ári.

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný skip Samherja og Síldarvinnslunnar

Guðjón Guðmundsson
16. nóvember 2018 kl. 06:00

Nýr Vilhelm Þorsteinsson verður afhentur í júní 2020. Mynd/Samherji

Með búnað frá Rolls-Royce

Skipin tvö sem Karstensens Skibsværft í Danmörku er smíða fyrir Samherja og Síldarvinnsluna verða með umfangsmiklum búnaði frá Rolls-Royce Commercial Marine. Skipin eru Vilhelm Þorsteinsson og Börkur og verða þau afhent í júní og desember 2020.

Búnaðurinn fyrir skipin tvö er meðal annars tvær Bergen B33:45 dísilvélar, Promas skrúfur, stýrivélar, Helicon X3 stjórnkerfi og alls 17 spil í hvort skip. Skipin eru bæði 88 metra löng 16,60 metrar á breidd.  Burðargeta skipanna verður um 3.000 tonn af kældum afurðum.

Í fréttatilkynningu frá Rolls-Royce Commercial Marine segir Asbjørn Skaro, einn af yfirmönnum fyrirtækisins, að togararnir verði með hátæknivæddum og orkusparandi kerfum sem eru sérstaklega þróuð fyrir togveiðar við erfið skilyrði.

Skrokkur beggja skipanna er smíðaður í nýrri skipasmíðastöð Karstensens Skibsværft í Gdynia í Póllandi. Í fréttatilkynningu frá Karstensen er lýst mikilli ánægju með samninginn við íslensku útgerðarfélögin og hann sýni ekki einungis stöðu skipasmíðastöðvarinnar sem aðalhönnuðar og smíðaaðila stórra uppsjávarskipa heldur marki hann einnig stór tímamót hvað varðar innkomu á íslenska markaðinn. Hönnun skipanna, búnaður og skipulag sé afrakstur náinnar samvinnu skipasmíðastöðvarinnar og íslensku útgerðanna. Megin áherslan liggi í skipulagi á vinnuaðstöðu, öryggi og aðbúnaði fyrir áhöfn, vinnslu- og lestarrými og sparneytni skipsins.