sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný stjórn Hafró

5. janúar 2009 kl. 17:23

Hafrannsóknastofnuninni hefur verið skipuð ný stjórn til fjögurra ára í samræmi við lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna.

Þetta kemur fram Andrá, vefriti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

Stjórnina skipa:

  • Friðrik Már Baldursson prófessor sem er formaður stjórnarinnar, skipaður án tilnefningar.
  • Árni Bjarnason forseti FFSÍ, tilnefndur sameiginlega af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands.
  • Friðrik J. Arngrímsson frkvstj. LÍÚ tilnefndur af Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
  • Gunnþór Ingvason frkvstj. Síldarvinnslunnar, tilnefndur af Fiskifélagi Íslands.
  • Höskuldur Björnsson sérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, tilnefndur af starfsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar.

Varamenn þeirra, í sömu röð, eru:

  • Björn Friðrik Brynjólfsson aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
  • Sævar Bjarnason formaður Sjómannasambands Íslands.
  • Björn Jónsson sérfræðingur hjá LÍÚ.
  • Örn Pálsson frkvstj. Landssambands smábátaeigenda.
  • Valur Bogason útibússtjóri hjá Hafrannsóknastofnuninni.