fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýja Sólbergið á heimleið

5. maí 2017 kl. 10:29

Sólberg ÓF, nýr frystitogari Ramma hf.

Nýi frystitogari Ramma væntanlegur til Siglufjarðar eftir tvær vikur.

Sól­berg ÓF-1, nýr frysti­tog­ari Ramma hf. í Fjalla­byggð, sigldi heim­leiðis frá Ters­an-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi síðdeg­is í gær.

Áætlað er að sigl­ing­in til Siglu­fjarðar taki allt að tveim­ur vik­um og er reiknað með að skipið haldi til veiða viku eft­ir að það kem­ur til Íslands, að því er fram kemur á mbl.is.

Sól­berg ÓF-1 er 3.720 brútt­ót­onna frysti­tog­ari, 80 metr­ar á lengd og 15,4 metr­ar á breidd. Skipið er tækni­lega full­komið og all­ur aðbúnaður eins og best ger­ist. Gert er m.a. ráð fyrir meiri fullvinnslu fiskafurða um borð en tíðkast hefur í íslenskum frystitogurum.