sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjustu Fiskifréttir

11. júlí 2008 kl. 14:57

Í nýjustu Fiskifréttum er meðal annars fjallað um veiðar, vinnslu og markaðssetningu á makríl frá ýmsum hliðum, gang humarveiðanna, vaxandi línuveiðar á blálöngu, steinbítsskot norðan við Horn, nýsmíðaðan krókaaflamarksbát, tegundagreiningu á síld um borð í fiskiskipum og birt ítarlegt viðtal við sjávarútvegsráðherra um ástand og horfur í þorskveiðum.

- Makríllinn er nýjasti nytjafiskurinn á Íslandsmiðum. Fjallað er um makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi og rætt við skipstjóra, fiskifræðing og rannsóknamann frá Matís um veiðar og vinnslu makríls hér við land að undanförnu.

- Áfram prýðisgóð humarveiði sunnan- og suðaustanlands.

- Muggur KE, nýsmíðaður 15 tonna bátur frá Sólplasti ehf.

- Meira af blálöngu vegna hækkandi sjávarhita.

- Íslensk og norsk-íslensk síld tegundagreind í veiðiskipum

- ,,Allt að tonn á balann”. Steinbítsskot norðan við Horn.

- ,,Þorskurinn í mun betra ástandi en áður”, segir Árni Ólafur Sigurðsson skipstjóri á frystitogaranum Arnari HU, sem er ,,karlinn í brúnni” þessa vikuna.

- Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ skrifar skoðunargrein vikunnar sem hann nefnir: ,,Skynsamleg ákvörðun aflamarks”.

- Aflahæstu skip og bátar í júnímánuði. Tafla og umfjöllun.

- Og margt fleira.