miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Seiglu-bátur til Noregs

25. febrúar 2009 kl. 09:29

Bátasmiðjan Seigla ehf. hefur afhent nýsmíðaðan bát, Sjögutt SF-81-B, sem fór til Bremanger í Noregi. Þetta er fyrsti 13 metra báturinn sem Seigla smíðar fyrir Norðmenn en fleiri bátar af þessari stærð munu fylgja í kjölfarið á þessu ári, að því er fram kemur á vefsíðu fyrirtækisins.

Báturinn er 12,96 metra langur, 4,61 metra breiður og knúinn 829 hestafla Yanmar vél. Í honum er rými fyrir sautján 660 lítra fiskikör. Báturinn er með fellikili og bógskrúfu. Hann er búinn fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum frá JRC, Furuno og Simrad. Vistarverur í bátnum eru fyrir fjóra auk tilheyrandi eldunar- og hreinlætisaðstöðu. Báturinn er útbúinn til netaveiða.