sunnudagur, 22. apríl 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýsmíði fiskiskipa fyrir 100 milljarða

2. nóvember 2011 kl. 11:21

Aker Seafoods er eitt þeirra fyrirtækja sem er að láta smíða fyrir sig nýja togara.

Norðmenn láta smíða ný fiskiskip í gríð og erg.

Alls 26 stór fiskiskip eru ýmist í smíðum fyrir norskar útgerðir eða eru á samningsstigi. Smíðaverð þessara skipa er áætlað samtals jafnvirði 90-100 milljarða íslenskra króna. Endurnýjunin er aðallega í uppsjávarskipum, frystitogurum og brunnbátum.

Þetta kemur fram í Fiskeribladet/Fiskaren í dag. Níu þessara skipa verða fullgerð hjá erlendum skipasmíðastöðvum en stöðugt fleiri smíðaverkefni eru skipulögð þannig að skrokkurinn er smíðaður erlendis og skipið síðan fullgert heima í Noregi.

Vel hefur gengið í útgerð í Noregi síðustu árin, ekki síst í uppsjávargeiranum, og eru útgerðarmenn að nýta sér það lag sem skapast hefur til þess að endurnýja flotann.