mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýsmíðin Þórir SF kemur til Hornafjarðar í dag

30. júní 2009 kl. 13:19

Nýsmíðin Þórir SF-77 kemur til heimahafnar á Hornafirði í dag.  Búist var við skipinu nú um hádegisbilið eftir 6 vikna siglingu frá Taiwan. Í tilefni af heimkomu Þóris munu skip fyrirtækisins taka á móti honum fyrir utan Hornafjarðarós og fylgja honum síðasta spölinn inn til hafnar.

Á vef Skinneyjar-Þinganess kemur fram að skipið verði til sýnis fyrir almenning eftir kl. 15:00. Jafnframt býður fyrirtækið upp á léttar veitingar og fiskrétti úr framleiðslu sinni frá kl. 15:00 - 18:00 á Miklagarðsbryggju.