
Í næsta mánuði kemur splunkunýtt uppsjávarvinnsluskip til Færeyja, en það er smíðað hjá Asmar skipasmíðstöðinni í Chile. Skipið er 83,5 metra langt og 18,4 metra breitt. Afkastageta þess á sólarhring verður 250 tonn í frystingu og 300 tonn í mjölvinnslu.
Skipið heitir Norðborg og er smíðað fyrir Kristjan Martin Rasmussen og fjölskyldu hans í Klakksvík. Talið er að skipið kosti um 60 milljónir bandaríkjadala eða jafnvirði tæplega 7 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi.
Fjallar er nánar um skipið í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.