mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Öflug íslensk saltfiskvinnsla í Cuxhaven

21. janúar 2010 kl. 12:12

Fullkomin saltfiskvinnslustöð, sem Vísir og Samherji stofnuðu í sameiningu í Cuxhaven í Þýskalandiu, vinnur saltfisk úr aðkeyptu hráefni og verður jafnframt dreifi- og þjónustustöð fyrir afurðir sem Vísir framleiðir á Íslandi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. 

Það hefur lítið farið fyrir Deutche Saltfisch Union (DSFU) í Cuxhaven í íslenskum fjölmiðlum, en fyrirtækið var stofnað af Vísi og Samherja og hefur starfað í þrjú ár. Um er að ræða öfluga saltfiskverkun í 5.000 fermetra húsnæði búin fullkomnustu framleiðslutækjum smíðuðum á Íslandi.

Ársframleiðslan hjá DFSU nemur 1.800 tonnum af saltfiskafurðum en það samsvarar um þriðjungi af framleiðslu Vísis á Íslandi. Veltan í Cuxhaven er um 1,5 milljarður króna árlega.

Nánar er fjallað um þessa starfsemi fyrirtækisins og framtíðaráform í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.