miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óheimilt að setja sýktan fisk á markað til manneldis

3. desember 2008 kl. 12:12

Í ljósi nýlegra frétta um greiningu sníkjudýrs í síld hér við land vill Matvælastofnun koma þeim upplýsingum á framfæri að samkvæmt lögum og reglugerð er óheimilt að setja á markað til manneldis fisk eða fiskhluta sem er augljóslega sýktur af sníkjudýrum.

Heimilt er að nýta síldina til framleiðslu fiskimjöls.

Ichthyophonus hoferi er sníkill sem herjar á ýmsar tegundir sjávarfiska en er ekki skaðlegur mönnum eða öðrum spendýrum.

 Ichthyophonus hoferi berst í fisk í gegnum meltingarveg og dreifist með blóðrásinni um fiskinn. Það sest að í ýmsum líffærum og veldur blæðingum í holdi og öðrum skemmdum.

Dánartíðni er misjöfn eftir fisktegundum en virðist vera mjög há í síld. Faraldrar af völdum þessa sníkjudýrs hafa af og til komið upp í Norðurhöfum. Síðustu ca. 150 árin hafa komið upp a.m.k. 7 - 8 stórir faraldrar í NV- Atlantshafssíldarstofninum.

Árin 1990 til 1991 kom upp faraldur í vorgotssíldinni við Noregsstrendur.