mánudagur, 25. mars 2019
 

Gert hlé á kolmunnaveiðum að sinni

Síldarvinnslan hefur tekið á móti 39.674 tonnum af kolmunna til vinnslu það sem af er vertíð. Til Neskaupstaðar hafa borist 26.544 tonn og til Seyðisfjarðar 13.130 tonn.

Breskir sjómenn sakaðir um stórfellt brottkast

Enginn undirmálsfiskur reyndist í aflanum. Talið að um 7.500 tonnum af smáþorski hafi verið hent í sjóinn við veiðar í Norðursjó á síðasta ári.

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Óheppilegt að hafa sviðsstjóra fiskeldis á Ísafirði

Guðsteinn Bjarnason
16. október 2018 kl. 17:00

Kristján Þór Júlíusson. MYND/HAG

Sjávarútvegsráðherra segir það lengi hafa hrjáð Hafrannsóknastofnun að stofnunin hefur að stórum hluta verið fjármögnuð úr VS-sjóði.

Í fyrirspurnartima á alþingi á mánudag spurði Gunnar Bragi Sveinsson, sem er fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, arftaka sinn í embættinu, Kristján Þór Júlíusson, „hvað í ósköpunum“ tefji það að starfsemi fiskeldissviðs Hafrannóknastofnunar verði flutt til Ísafjarðar.

Gunnar Bragi vísaði þar í ákvörðun sem tekin var árið 2016, þegar hann gegndi embættinu, um að starfsemi fiskeldissviðs Hafrannsóknastofnar verði byggð upp á Ísafirði. Í fréttatilkynningu 6. október 2016 tilkynnti ráðuneyti Gunnars Braga að sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknastofnun verði staðsettur á Ísafirði frá árinu 2018.

„Nú erum við komin inn í október 2018 og enn hefur þessi starfsemi ekki hafist fyrir vestan,“ sagði Gunnar Bragi. “Hugmyndin var að sjálfsögðu að sérfræðingurinn, yfirmaður fiskeldissviðsins, yrði staðsettur þar, síðan mundum við hlaða utan á þetta störfum.“

Kristján Þór svaraði því til að það sé ekki í verkahring ráðherra heldur forstjóra Hafrannsóknarstofnunar að ráða starfsfólk til stofnunarinnar. Forstjórinn beri ábyrgð á stjórn, rekstri og starfsskipulagi stofnunarinnar gagnvart ráðherra.

Kristján segir ennfremur að Hafrannsóknarstofnun hafi verið spurð út í þetta og svarað á þann veg að ekki sé heppilegt að færa stöðu sviðsstjóra fiskeldis og fiskræktar á Ísafjörð vegna þess að hér sé og muni áfram verða fjölbreytt fiskeldi um land allt. Í svari Hafró kemur jafnframt fram að ekkert nýtt fé hafi fengist í þessi verkefni.

„Ég veit ekki hvort og hvernig okkur mun ganga,“ sagði Kristján Þór ennfremur, „við að hlaða öðrum störfum utan á starfið á Ísafirði. Það veltur allt á því hvaða fjárhag við sköpum Hafrannsóknastofnun.“

Síðan tók ráðherrann sérstaklega fram að það séu „allnokkrir meinbugir á varðandi fjármögnun stofnunarinnar vegna þess að tíðkast hefur mörg undanfarin ár að fjármagna hana að stórum hluta út úr VS-sjóði.“