fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Öll skipin með troll frá Hampiðjunni

16. maí 2018 kl. 16:31

MYND/HAMPIÐJAN

Öll skip sem voru að úthafskarfaveiðum á Reykjaneshryggnum voru með Gloríu flottroll frá Hampiðjunni.

Hampiðjan skýrir frá því að flottroll af gerðinni Gloría hafi verið í notkun á öllum þeim skipum sem voru á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshryggnum undanfarnar vikur.

Þetta er haft eftir Sæmundi Árnasyni, sölustjóri veiðarfæra hjá Hampiðjunni, en hann kom í land sl. þriðjudag eftir að hafa verið um borð í rússneska togaranum Rybak í tæpar þrjár vikur.

,,Þetta gekk mjög vel,“ segir Sæmundur. „Rússneska áhöfnin var mjög fljót að ná tökum á veiðarfærinu og það gekk hnökralaust fyrir sig. Eins og gengur þurfti að stilla toghlerana og annan búnað og þegar það var búið, gekk allt eins og í sögu og við lentum fljótlega í ágætri veiði.“

Nánar má lesa um þetta á vef Hampiðjunnar.