þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskar ekki sagðir blandast milli stofna

5. maí 2009 kl. 18:01

Norskur vísindamaður telur sig hafa sannað að fiskar úr mismunandi þorskstofnum við landið eignist ekki afkvæmi saman. Því sé ekki ástæða að ætla að eldisþorskur af einum stofni blandist villtum þorski af örðum stofni. Vandinn við flótta þorsks úr eldi er hins vegar enn óleystur og er vaxandi vandamál.

Það er fiskifræðingur að nafni Jon-Ivar Westgaard sem hefur leitað að eru kynblendingum milli strandþorsks og gönguþorsks.  Þessir blendingsþorskar virðast ekki vera til og því ályktar Jon-Ivar sem svo í nýrri doktorsritgerð að svo mikill munur sé á þessum stofnum að þeir blandist ekki.  Þó er vitað að þeir eru á sömu miðum langtímum saman.

Þetta þykir styrkja heldur málstað þorskeldismanna.  Þeir hafa notað afkvæmi gönguþorsks í eldinu sem fer fram inni á fjörðum á miðum strandþorsksins.  Eldisþorskurinn er mjög glúrinn viðað komast úr kvíunum og því hafa menn óttast að strandþorskurinn deyi út vegna erfðamengunar.  Þessi ótti virðist ástæðulaus.  Hins vegar er óvíst hvort eldisþorskurinn heldur sig á strandmiðum til langframa.

Núna er fullyrt að eldisþorsk sé að finna í mörgum fjörum Noregs. Þannig segja sjómenn við Þrándheimsfjörð að þar sé nýsloppinn fiskur um allan fjörð.  Eldisþorskurinn þekkist á að uggar eru slitnir, oft er á honum lús og tennurnar eru beittari en í öðrum þorski.

Þetta mun stafa af að eldisþorskurinn þarf ekki að berjast við náttúrulegt æti, tennurnar slitna minna og fiskurinn á fyrir vikið auðveldara að með að naga sig í gegnum net og sleppa þannig úr haldi.

Flótti úr kvíum er óleyst vandamál í þorskeldinu.

Skýrt er frá þessu á www.ruv.is