föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorski breytt í ýsu

28. maí 2009 kl. 11:58

Ofveiði á þorski heldur áfram í Barentshafi. Norsk stjórnvöld telja að rússneskir fiskimenn leyni ofveiðinni með því að kalla þorskinn ýsu. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og vísar í skýrslu sem send hefur verið til norsku fiskistofunnar.

Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt löndunartölum frá rússneskum höfnum jókst ýsuaflinn um næstum 400% milli áranna 2007 og 2008 en þorskaflinn um 38%. Hlutur ýsunnar í löndunum afla er talinn óeðlilega hár.

Í fréttatilkynningu frá norska sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram að ofveiði Rússa á þorski á síðasta ári sé áætluð 15.000 tonn og af ýsu 24.000 tonn. ,,Ástæða er tli að ætla að eitthvað af þorskinum sem landað er í Rússlandi sé skráð sem ýsa," segir ráðuneytið.

Norska sjávarútvegsráðuneytið bendir á að gríðarmikil árangur hafi náðist í baráttunni gegn ólöglegum þorskveiðum á undanförnum árum. Áætlað sé að á tímabilinu 2002-2005 hafi ofveiðin numið um 100 þúsund tonnum á hverju ári en nú sé hún komin niður í 15.000 tonn.