mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskseiði um allan sjó við norðanvert landið

3. september 2008 kl. 16:06

Sjómenn á Raufarhöfn hafa sömu sögu að segja og sjómenn í Grímsey, allur fiskur á þeirra veiðislóð er fullur af þorskseiðum.

Þá sá kafari mikið af seiðum í höfninni á Kópaskeri, að því er fram kemur á vef ríkisútvarpsins.

Ennfremur er haft eftir Jóhanni Halldórssyni á smábátnum Svönu frá Þórshöfn á vef Landssambands smábátaeigenda að mikið sé af þorskseiðum á Heiðagrunni úti fyrir Langanesi.

,,Ég hef verið að róa á Heiðagrunnið nú að undanförnu og þar er allt loðið af þorskseiðum, heilu torfurnar, gríðarlegt magn á ferðinni“, segir Jóhann.