mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskstofninn við Kanada loksins að braggast

12. mars 2009 kl. 12:49

eftir næstum tveggja áratuga veiðibann

Kanadíski þorskstofninn (norðurþorskurinn) sem hrundi fyrir næstum tveimur áratugum er loksins byrjaður að sýna greinileg batamerki. Gert er ráð fyrir að hrygningarstofninn sé nú í kringum 150.000 tonn, sem að vísu er ekki mikið miðað við fyrri stærð, en samt verulegur bati þegar þess er gætt að fyrir aðeins nokkrum árum var hann metinn 20.000 tonn.

Þetta hefur norska sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet/Fiskaren eftir George Rose prófessor við Memorial háskólann í St. John’s á Nýfundnalandi, sem er einn helsti þorsksérfræðingur í Kanada.

Rose segir að þótt útlitið sé jákvætt mæli hann með því að þorskveiðibann verði áfram í gildi meðan stofninn sé að ná sér meira á strik.

Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.