mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskur frá Grænlandi veiðist á ný við Ísland

14. maí 2009 kl. 15:00

Hátt hlutfall af merkjum af þorski merktum við Austur-Grænland 2007 og 2008 hefur endurheimst hér við land, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag

Grænlendingar eru farnir að merkja þorsk á ný eftir langt hlé. Grænlendingar merktu 4.180 þorska á árunum 2007 og 2008, þar af 2.280 þorska við Vestur-Grænland og 1.900 þorska við Austur-Grænland. Í lok árs 2008 höfðu 38 merki endurheimst, þar af 5 merki af þorski sem veiddist á Íslandsmiðum og voru þau öll af fiski sem merktur var við Austur-Grænland. Ekkert merki úr þorski frá Vestur-Grænlandi endurheimtist hér við land árið 2008, að því er Einar Hjörleifsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Grænlendingar sjálfir höfðu í lok árs 2008 aðeins endurheimt 8 merki af þorski merktum við Austur-Grænland á móti merkjunum 5 sem fundust hér á sama tíma. Af þeim 13 merkjum sem endurheimst höfðu frá Austur-Grænlandi í árslok 2008 fundust því tæp 40% hér við land.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.