sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskur í ljósum

19. september 2008 kl. 10:46

Tilraunaverkefni á Ísafirði

Unnið er að viðamiklu verkefni á Ísafirði þar sem verið er að kanna áhrif ljóss á vöxt og kynþroska þorsks í eldi.

Markmið verkefnisins er að nýta ljós til að ná fram auknum vaxtarhraða og seinkun kynþroska.

Ljós er öflugur umhverfisstýriþáttur bæði hvað varðar vöxt og kynþroska fiska. Með notkun nýrrar gerðar ljósa, sem gefa frá sér eina bylgjulengd sem dreifist betur um vatnsfasann en hefðbundin ljós, verður hægt að hafa áhrif á lykilatriði í þroskunarferli þorsks í sjókvíum, að því er segir í frétt á vef AVS-sjóðsins.

Ljósastýrð vaxtarhvatning bætir fóðurnýtingu og styttir eldistímann og þar með minnka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Seinkun eða hindrun kynþroska eykur gæði eldisþorsks og samantekið mun verkefnið því stuðla að aukinni hagkvæmni og framlegð í þorskeldi.

Í maí 2007 voru seiði flutt frá Hafrannsóknastofnun á Stað við Grindavík til Álftafjarðar, þá um 166 g að þyngd að meðaltali. Fiskurinn var hjá Hafrannsóknastofnun í kerum með ljósum og án ljósa í samanburðarhóp. Sömu meðhöndlun var haldið áfram eftir flutning í sjókvíar og fengu seiðin hefðbundna meðferð í þorskeldi m.t.t. umhirðu og fóðrunar.

Starfsmenn Hraðfrystihússins Gunnvarar sinna kvíunum, sem eru 6 metrar í þvermál og 5-6 metra djúpar.

Verkefnisstjóri er dr. Þorleifur Ágústsson, en hann starfar hjá Matís ohf. á Ísafirði.