mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskverð hefur lækkað umtalsvert milli ára

19. febrúar 2009 kl. 09:46

Meðalverð á þorski á fiskmörkuðum hefur lækkað um rúm 14% á fyrstu 6 vikum ársins miðað við sama tíma í fyrra en um 30% frá fyrstu viku í desember, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Í blaðinu er borið saman meðalverð á þorski fyrstu vikur ársins í ár og í fyrra, í öðru lagi verðþróun undanfarinna vikna og í þriðja lagi meðalverð í fyrstu og annarri viku febrúar í ár og í fyrra.

Þegar borið er saman tímabilið 1. janúar til 16. febrúar 2008 og 2009 kemur í ljós að heildarsalan á þorski á fiskmörkuðum landsins var 2.690 tonn að verðmæti 757 milljónir króna í fyrra. Meðalverðið var 281,46 krónur á kíló. Á sama tíma í ár nam salan 5.133 tonnum að verðmæti rúmir 1,2 milljarðar króna. Meðalverðið var 240,93 krónur á kíló sem er 14,4% lækkun. Verðlækkun milli ára er auðvitað enn meiri ef reiknað er á föstu verðlagi en verðbólgan er í kringum 18%.

Athygli vekur að magnið hefur næstum tvöfaldast á þessum tíma.

Sjá nánar í Fiskifréttum