mánudagur, 25. mars 2019
 

Gert hlé á kolmunnaveiðum að sinni

Síldarvinnslan hefur tekið á móti 39.674 tonnum af kolmunna til vinnslu það sem af er vertíð. Til Neskaupstaðar hafa borist 26.544 tonn og til Seyðisfjarðar 13.130 tonn.

Breskir sjómenn sakaðir um stórfellt brottkast

Enginn undirmálsfiskur reyndist í aflanum. Talið að um 7.500 tonnum af smáþorski hafi verið hent í sjóinn við veiðar í Norðursjó á síðasta ári.

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Ósáttir við ágang togskipa

Guðsteinn Bjarnason
20. október 2018 kl. 06:00

Dragnótaveiðar (Mynd: Einar Ásgeirsson)

Smábátasjómenn á Suðurlandi vilja banna dragnótaveiðar innan þriggja sjómílna við suðurströndina

Á fundi Árborgar, félags smábátaeigenda á Suðurlandi, sem haldinn var 18. september síðastliðinn, varð snörp umræða um ágang togskipa við suðurströndina.

„Búið væri að fella úr gildi 3 mílna landhelgi sem verndað hefði uppvöxt og viðgang þessa mikilvæga svæðis,“ segir í frásögn af fundinum á vef Landssambands smábátaeigenda.

„Í umræðunni var vitnað til að veiðar með dragnót svo nærri landi hefði skaðað svæðið og leitt til þess að ýsa hefði ekki veiðst þar í fjölmörg ár.“

Fundurinn samþykkti síðan tillögu um að veiðar með dragnót verði bannaðar innan þriggja sjómílna við suðurströndina.

Samkvæmt upplýsingum frá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra LS, var reglunum breytt í tíð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á grundvelli tillagna nefndar heildarskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum.

„Ef menn eru að harka í einhverjum smáfiski þarna uppi í fjöru þá er það alvarlegt mál,“ sagði sjómaður sem Fiskifréttir ræddu við. Hann tók þó fram að snurvoðabátarnir séu ekkert allir að stunda veiðar mjög nærri landi, „en það er greinilegt að sumir eru að gera það."