sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Óttast að danskur sjávarútvegur drukkni í skrifræði ESB

14. október 2009 kl. 14:37

Formaður hagsmunasamtaka danskra útvegsmanna og sjómanna, Svein-Erik Andersen hjá Danmarks Fiskeriforening, óttast að endanlega verið sé að drekkja dönskum sjávarútvegi í reglugerðarfargani Evrópusambandsins.

 „Framkvæmdastjórnin undir forystu Svía ætlar að leiða yfir okkur óframkvæmanlega löggjöf," segir Andersen í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér í dag. .

Andersen segir Dani vera með virkasta fiskveiðieftirlit allra landa innan ESB. Eftirlit annarra landa í sambandinu standist engan samjöfnuð. Á þessu hyggist Evrópusambandið ráða bót með því að koma á nýjum reglugerðum um fiskveiðieftirlit, þar sem eitt skuli yfir alla ganga.

Verði umræddar reglugerðir að veruleika bendir Danmarks Fiskeriforening á nokkrar afleiðingar þeirra í fréttatilkynningu sinni:

• Reglur um meðafla verða svo strangar að veiðar leggjast af að verulegu leyti

• Kröfur um veiðarfæri kalla á óraunhæfar breytingar

• Útgerðir sem hafa hefðbundið veitt í Skagerrak og Kattegat munu missa stóran hluta aflahlutdeildar vegna breyttra reglna um útgerðir.

Skýrt er frá þessu á vef LÍÚ