fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óttast aðgang veiðiflota annara ESB-þjóða að skoskum fiskimiðum

4. maí 2009 kl. 14:15

Fulltrúar allra skosku stjórnmálaflokkanna á Evrópuþinginu, að skoska þjóðarflokknum undanskildum, greiddu því atkvæði sitt í fyrri viku að flytja mætti óveiddan kvóta skoskra fiskiskipa til annarra aðildarlanda ESB. Ian Hudghton, formaður skoska þjóðarflokksins, er æfur yfir niðurstöðunum.

„Það er með ólíkindum að Evrópuþingið skuli samþykkja aðgang allra flota Evrópu að skoskum miðum í Norðursjónum á sama tíma og sambandið sendir frá sér endurskoðunarskýrslu um sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna. Við ættum frekar að sameinast í baráttunni fyrir sögulegum rétti fiskveiðiþjóða og því að flytja stjórn veiðanna frá Brussel. Úrslit þessarar atkvæðagreiðslu munu eyðileggja þennan  sögulega veiðirétt skoskra sjómanna,“ segir Hudghton í frétt á vefnum FISHupdate.com.

Skýrt er frá þessu á vef LÍÚ